Ekkert gerist á meðan líran er rúin trausti

Stuðningsmenn Erdogans fagna á götum Istanbúl eftir að niðurstöður kosningar …
Stuðningsmenn Erdogans fagna á götum Istanbúl eftir að niðurstöður kosningar helgarinnar voru ljósar. Því miður eru horfurnar ekki góðar. AFP

Það er tímabært að segja lesendum frá kettinum á heimilinu, henni Jósefín.

Ég fann Jósefín í lítilli kjörbúð í elsta bæjarhluta Istanbúl, steinsnar frá Ægisif. Þar var hún geymd í pappakassa ásamt systkinum sínum og gerði búðareigandinn sitt besta til að hugsa vel um kettlingastóðið. En Jósefín litla var veik og átti erfitt með að nærast, svo að ekki var annað í boði en að fara með hana til dýralæknis – enginn annar var að fara að koma skinninu til bjargar.

Eftir nokkurra daga dvöl hjá dýralækni var Jósefín orðin spræk og komin með góða matarlyst. Reyndist hún vera svo agalega mikil kelirófa að ég lagði mig ekkert sérstaklega fram við að finna handa henni nýtt heimili og er til mynd af okkur frá árinu 2010 þar sem hún kúrir, agnarsmá, á öxlinni á mér þar sem ég sit við fartölvuna og skrifa greinar í blaðið.

Nema hvað; þegar hún stálpaðist breyttist Jósefín í hinn mesta skaðræðiskött og hef ég ekki kynnst leiðinlegra gæludýri. Hún Jósefín ber það með...