Úkraínumenn hefja sóknaraðgerðir

Úkraínskur skriðdreki sést hér vandlega dulbúinn á heræfingu í Karkív-héraði …
Úkraínskur skriðdreki sést hér vandlega dulbúinn á heræfingu í Karkív-héraði í síðasta mánuði. AFP

Hanna Maljar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í gær að hersveitir Úkraínu væru að hefja sóknaraðgerðir á nokkrum svæðum, einkum í nágrenni Bakhmút-borgar, en einnig í suðurhluta Donetsk-héraðs. Úkraínskir embættismenn vildu hins vegar ekkert gefa uppi um hvort um væri að ræða upphaf gagnsóknar þeirra, sem talin hefur verið yfirvofandi undanfarnar vikur.

Oleksandr Sirskí, yfirmaður landherja Úkraínu, sagði að hersveitir þeirra væru að sækja að Bakhmút, og að þær hefðu náð að eyðileggja eina af varnarstöðum Rússa í nágrenni borgarinnar.

Yfirlýsingar Úkraínu komu í kjölfar fregna sem bárust frá leppstjórn Rússa í Donetsk-héraði um að Úkraínumenn hefðu beitt Leopard-orrustuskriðdrekum í fyrsta sinn í héraðinu í árásum þeirra í fyrrinótt. Alexander Kodakovskí, aðstoðaryfirmaður rússneska þjóðvarðliðsins innan héraðsins, sagði að Leopard-skriðdrekar af þýskri gerð hefðu sést í fyrsta sinn þegar Úkraínumenn reyndu takmarkaða...