Kominn tími á mið-vinstri-stjórn í landinu

„Ég kem fram eins og ég er klædd, segi það …
„Ég kem fram eins og ég er klædd, segi það sem mér finnst, og er frekar afgerandi í skoðunum, ég er ekki alltaf að reyna að orða hlutina rétt heldur tala mannamál,“ segir Kristrún. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Síðan Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni hefur flokkurinn verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum og undanfarið mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var en Samfylkingin fékk 9,9 prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2021.

Kristrún er spurð um þá vegferð sem Samfylkingin var á áður en hún tók við formennsku, hvort flokkurinn hafi kannski farið of langt til vinstri.

„Ég veit ekki hvort Samfylkingin fór of langt til vinstri, en ég held að hún hafi reynt að vera allt of mikið. Hún fór að tala inn í staka hópa í staðinn fyrir samfélagið í heild sinni,” segir Kristrún. „Síðastliðið ár fór ég um landið og talaði við fólk og áttaði mig á því að margir sem ég ræddi við vissu ekki hvað Samfylkingin stæði fyrir þrátt fyrir að flokkurinn sé hluti af alþjóðlegri jafnaðarmannahreyfingu. Það er mjög sterk hugmyndafræði á bak við Samfylkinguna, sem á alls ekki við um alla flokka á Íslandi.

...