Andmælir forsendum dómsins

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sendi Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) greinargerð í síðustu viku vegna fyrirhugaðs málflutnings fyrir efri deild réttarins í febrúar. Verður þá tekin fyrir áfrýjun íslenska ríkisins í máli undirréttar MDE frá 12. mars 2019 (26374/18) sem höfðað var á hendur ríkinu vegna dóms Hæstaréttar Íslands í maí 2018. Sigríður á ekki aðild að málinu fyrir MDE en vegna ásakana í greinargerð stefnanda á hendur henni persónulega taldi hún sig knúna til þess að svara þeim. Taldi undirréttur MDE að annmarkar á skipan dómara við Landsrétt færu í bága við réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. Fimm dómarar af sjö voru þessar skoðunar.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður höfðaði málið gegn ríkinu á þeim grundvelli að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari hefði ekki verið löglega skipuð er hún dæmdi í sakamáli skjólstæðings hans. Af því leiddi að skjólstæðingur hans hefði ekki notið réttlátrar...