300 ára gömul írsk skúta fundin við Suður-Noreg

Ein af krukkunum þremur sem Tønnessen og félagar hans í …
Ein af krukkunum þremur sem Tønnessen og félagar hans í Köfunarklúbbi Mandal fundu í kringum flak The Providentz, skútu frá Cork á Írlandi sem strandaði úti fyrir Mandal í nóvember 1721 og fannst fyrst á annan í jólum 2020. Ljósmynd/Erling Tønnessen

„Við vorum búnir að leita að The Providentz í 30 ár,“ segir Erling Tønnessen, félagi og stjórnarmaður í Köfunarklúbbi Mandal í Suður-Noregi, í samtali við Morgunblaðið. Umræðuefnið er írska skútan The Providentz, sem strandaði og sökk úti fyrir Mandal fyrir nær 300 árum, í nóvember 1721, og þeir félagar í köfunarklúbbnum leituðu dyrum og dyngjum þar til stóri dagurinn rann upp, annar í jólum 2020.

Tønnessen, sem er rúmlega fimmtugur verkfræðingur og köfunarkennari, auk þess að reka verkstæði fyrir köfunarbúnað í frístundum sínum, játar að sjálfur hafi hann reyndar ekki tekið þátt í leit klúbbsins fyrr en fyrir 15 árum, en hann hefur fengist við köfun í 20 ár og eru þeir klúbbmenn, alls um 100 talsins, virkir í leit sinni að skipsflökum og öðrum fornminjum sem gnótt er af við strendur Noregs, margt frá síðari heimsstyrjöldinni, en ekki er lengra síðan en í fyrrasumar að þýska beitiskipið Karlsruhe fannst úti fyrir Kristiansand eins og mbl.is fjallaði um í...