„Ég er bara í skýjunum“

Kanadíska leikkonan Katheryn Winnick, bandaríski leikarinn og leikstjórinn Sean Penn …
Kanadíska leikkonan Katheryn Winnick, bandaríski leikarinn og leikstjórinn Sean Penn og dóttir hans, leikkonan Dylan Penn, á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í sumar þar sem kvikmynd Penns, Flag Day, var frumsýnd. Leikkonurnar fara báðar með hlutverk í kvikmyndinni. AFP

„I Think of Angels“, hið undurfagra lag tónlistar- og þáttagerðarmannsins KK, Kristjáns Kristjánssonar, er eitt þeirra sem hljóma í nýjustu kvikmynd bandaríska leikstjórans Seans Penns, Flag Day, í flutningi hinnar þekktu söngkonu Cat Power sem heitir réttu nafni Chan Marshall. Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í sumar og sannarlega engir aukvisar sem koma að tónlist myndarinnar, auk Cat Power þeir Glen Hansard og Eddie Vedder og dóttir Vedders, Olivia, syngur eitt lag og sýnir að söngrödd hennar er engu síðri en föðurins. Platan með tónlistinni kemur út í dag, 20. ágúst, á vegum Republic Records og Seattle Surf.

Guðdómlegur söngur

Kristján er spurður að því hvernig það hafi komið til að lagið hans var valið fyrir myndina og segir hann nokkuð langt um liðið frá því fyrst var haft samband við hann og falast eftir laginu, eitt eða tvö ár. „Ég sagði bara já við því og síðan hafa orðið ýmsar...