Skiljanlegur áhugi á Austurlandi

Þessi herskip lágu þétt saman í Sundahöfn í Reykjavík í …
Þessi herskip lágu þétt saman í Sundahöfn í Reykjavík í apríl síðastliðnum áður en haldið var á varnaræfinguna Norður-Víking. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Komið hefur fram að mikill áhugi sé fyrir hendi hjá Bandaríkjaher á aðstöðu á Austurlandi til þess að auðvelda eftirlit með ferðum rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið, sem fyrir liggur að hefur stóraukist á síðustu árum. Hvað sem líður frétt Fréttablaðsins á dögunum, sem ekki verður séð að hafi átt við rök að styðjast.“

Þetta segir Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, í samtali við Morgunblaðið, en Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu 29. júlí síðastliðinn að Atlantshafsbandalagið (NATO) hefði farið fram á heimild til að reisa viðlegukant á Langanesi og að Landhelgisgæsla Íslands hefði áhuga á að nýta aðstöðuna. Sama dag sendi utanríkisráðuneytið hins vegar frá sér tilkynningu um að engin slík áform væru uppi og að staðhæfingar um beiðni frá NATO ættu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Austurland sagt hentugra

Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við bandaríska flotaforingjann Robert...