Hafa augun á áformum Norðmanna

Norska Stórþingið er um þessar mundir með til umfjöllunar skýrslu olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs þar sem birt eru áform um vinnslu jarðefna á hafsbotni á tilteknu hafsvæði á landgrunni Noregs. Þar er mörkuð stefna um að heimila leit að jarðefnum á svæðinu með nýtingu í atvinnuskyni að markmiði. Þessi áform geta varðað hagsmuni Íslands, einkum vegna réttinda á Svalbarða á grundvelli Svalbarðasamningsins, sem Ísland varð aðili að árið 1994. Um þriðjungur þess svæðis sem norsk stjórnvöld áforma að heimila leit og nýtingu á er á landgrunni Svalbarða.

Rannsóknaþjónusta nefnda- og greiningarsviðs Alþingis hefur að beiðni umhverfis- og samgöngunefndar þingsins tekið saman greinargerð um áform Norðmanna um vinnslu jarðefna á hafsbotni á landgrunni Noregs. Þar kemur fram að skýrslan er til meðferðar í orku- og umhverfisnefnd Stórþingsins og til umsagnar til 19. desember.

„Verði hún samþykkt geta norsk stjórnvöld veitt heimild til...