Fréttir Mánudagur, 20. september 2021

Dagbókin verði birt mánaðarlega

Bæjarstjóri segi frá • Var samþykkt í Mosfellsbænum • Ekki daglega Meira

Kabúl Áformunum var mótmælt fyrir utan kvennamálaráðuneytið.

Konum sagt að halda sig heima

Nýr borgarstjóri Kabúl í Afganistan, Hamdullah Nomany, hefur fyrirskipað að allir kvenkyns borgarstarfsmenn haldi sig heima, að þeim undanskildum er sinna störfum sem karlmenn geta ekki sinnt. Meira

Verða að rukka fyrir öll plastílát undir mat

Umhverfisstofnun mun ráðast í átak nú á haustmánuðum til að kynna og fræða veitingamenn og söluaðila um nýjar reglur um gjaldtöku fyrir einnota plastílát. Reglurnar tóku gildi í byrjun júlí og fela það í sér að óheimilt er að gefa viðskiptavinum einnota plastílát undir mat og drykk sem tekinn er með heim. Brögð eru að því að veitingastaðir hafi ekki tileinkað sér umræddar reglur en dæmi munu einnig vera um það að þeir hafi aðeins tileinkað sér þær að hluta eða að veitingamenn hafi ekki einu sinni heyrt af þessum nýju reglum. Meira

Reykjanesbær Stapaskóli í Njarðvík. Gera þarf betur í skólamálum á Suðurnesjum með fjölgun menntaðra kennara, að mati formanns KÍ.

Innviðirnir ekki fylgt íbúafjölgun

Nemendum sé betur sinnt • Fólk án menntunar sums staðar þriðjungur þeirra sem sinna kennslu Meira

Í Sæbjörg Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, segir að bætta stöðu öryggismála megi þakka sameiginlegu átaki margra.

Hilmar dreymir um slysalaust ár á sjó

Hefur verið skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna í 30 ár Meira

Dagmál Bjarni Benediktsson ræðir stjórnmálin vítt og breitt, nú þegar tæp vika er eftir af kosningabaráttunni.

Hætt við algjörum glundroða

Bjarni Benediktsson óttast að mikil atkvæðadreifing leiði til málamiðlana sem vinni gegn hagsmunum þjóðarinnar • Vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá • Gagnrýnir framgöngu heilbrigðisráðherra Meira

Bílar Vaka hefur staðið fyrir förgun bíla á svæðinu síðustu ár.

Vaka fær ekki að taka á móti úrgangi

Heilbrigðiseftirlitið lagði til á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs í vikunni að umsókn Vöku um endurnýjun á starfsleyfi fyrir móttökustöð fyrir úrgang yrði synjað. Meira

Framsóknarflokkur í lykilstöðu

Fimmtán stjórnarmynstur í myndinni miðað við þingsætaspá • Engin þriggja flokka stjórn möguleg Meira

Varnarsigur í Vatnsendamáli

Landsréttur staðfesti á fimmtudag úrskurð héraðsdóms Reykjaness í svonefndu Vatnsendamáli. Meira

Fimmtán kostir í stöðunni

Fjögurra eða fimm flokka ríkisstjórn í kortunum miðað við þingsætaspá • Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu og kemur við sögu í 13 stjórnum af 15 Meira

Greiða 3.170 kr. fyrir hvert tonn

Fiskistofa lauk fyrir helgi úthlutun viðbótaraflaheimilda í makríl til skipa í svokölluðum A-flokki, skipa sem veiða með öðrum veiðarfærum en línu og handfærum. Alls fengu 20 skip 4.000 tonn í sinn hlut. Meira

Rektor Akademískt frelsi til kennslu og rannsókna. Þannig skapast ný viðhorf sem svo seytla út í samfélagið allt, segir Ragnhildur Helgadóttir.

Ljósleiðari þekkingar

„Eitt mikilvægasta hlutverk háskóla er, þegar kennslu og rannsóknum sleppir, að vera sterkt afl í samfélaginu. Miðla þekkingu til almennings. Þannig berjumst við gegn bullinu,“ segir dr. Ragnhildur Helgadóttir, nýr rektor Háskólans í Reykjavík. „Mér finnst alveg aðdáunarvert hvað fólk í heilbrigðisvísindum til dæmis hefur verið virkt að segja okkur frá kórónuveirunni og rannsóknum tengdum henni. Vissulega gæti vegið þyngra, samkvæmt akademískum viðmiðum, að segja frá málavöxtum í vísindagrein, en að segja frá mikilvægum efnum svo almenningur skilji er ekki síður nauðsynlegt.“ Meira

Bændur Guðrún og Hafsteinn rækta ávexti á La Palma.

Eldgos rétt hjá ávaxtabúgarði

Eldgos hófst á eyjunni La Palma í gær en undanfarna viku hafa mælst mörg þúsund skjálftar á svæðinu. Þeir stærstu voru beint undir húsi Hafsteins Helga Halldórssonar og Guðrúnar Öglu Egilsdóttur. „Við erum að fylgjast með hvar gosið kemur niður. Meira

Skólum lokað í þrjá daga á Reyðarfirði vegna smita

Grunnskóli Reyðarfjarðar og leikskólinn Lyngholt verða lokaðir næstu tvo daga eftir að erfiðlega hefur gengið að rekja þau smit sem hafa verið í dreifingu á Reyðarfirði. Skólanum var lokað á miðvikudag þegar grunur kom upp um smit. Meira

Ferðagjöfin 39 milljónir voru nýttar á bensínstöðvum N1 um allt land.

235 milljónir af inneign enn ónotaðar

Frestur til þess að nýta sér ferðagjöf stjórnvalda sem hljóðar upp á fimm þúsund krónur rennur út um mánaðamótin. Meira

Bjarni Benediktsson

Lækka þarf skatta frekar

„Þau hætta aldrei að láta sér detta í hug nýja skatta. Nú koma þau aftur með auðlegðarskattinn sem þau sögðu að væri tímabundinn á sínum tíma og við létum renna út en þau komu þá og sögðu: við skulum endilega framlengja hann. Meira

Tilfæringar Iðnaðarmenn bera glermyndirnar inn gólf kirkjunnar, þar sem þeim var komið fyrir á sínum stað.

Glermyndir Gerðar nú aftur í gluggunum

„Verk Gerðar eru djásn byggingarinnar. Nú þegar endurgerð þeirra er lokið er mikilvægur áfangi í höfn,“ segir sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur við Kópavogskirkju. Meira

Kosningar Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur muni aukast.

Tveir flokkar kynntu stefnu

Viðreisn boðar auknar tekjur • Sósíalistar gegn spillingu Meira

Rýming Þegar hafa 5.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna gossins, sem hófst um þrjúleytið í gær.

Eldgos hafið í La Palma

Hraun flæðir yfir vegi og fjölmörg hús þegar orðið eldgosinu að bráð • Enginn leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis • Fimm þúsund yfirgefa heimili sín Meira

Hraun Horft yfir Nátthagadal í gærmorgun. Fremst sést varnargarðurinn, sem ætlað er að hægja á hraunrennsli að Suðurstrandarvegi, ef til kemur.

Áframhald goss í lotuvirkni

Lítil virkni í gærdag • Órói og hraunrennsli koma og fara • Enn engin merki um breytingar í Geldingadölum Meira

Tengsl Japanskar konur á Íslandi með fánana góðu frá heimalandinu.

Þakkir frá Japan

Fánar og húfur • Íslendingar hjálpuðu 2011 • Góð sending frá Kesennuma Meira