[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Kristján Vigfússon


Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði. Það er ekki auðvelt fyrir litla þjóð að standa í alvarlegum milliríkjadeilum með lítið sem ekkert bakland. Sögulega séð þá höfðum við bakstuðning frá Dönum, síðan höfðum við Breta um skamma hríð og loks bandaríkjamenn sem okkar helstu stuðningsmenn. Við vitum hvernig samstarfið við Bandaríkjamenn endaði. Samstaða og samvinna Norðurlandanna hefur einnig reynst okkur drjúgur bakstuðningur í gegnum tíðina. Styrkur Norðurlandasamstarfsins vegur hins vegar ekki þungt á alþjóðavettvangi og það sem dregur úr honum mesta kraftinn er sú staðreynd að stærstur hluti Norðurlandaþjóðanna er innan Evrópusambandsins og beita þær kröftum sínum þar.

 

Nú er mikilvægt fyrir Ísland og Íslendinga að að velta fyrir sér hvar í sveit við viljum skipa okkur í alþjóðasamfélaginu til framtíðar. Í því sambandi er mikilvægt að velta fyrir sér hvar okkar rætur og hagsmunir liggja og með hvaða þjóðum við eigum helst samleið. Við slíkt mat er ekki skynsamlegt að líta eingöngu á fjárhagslega hagsmuni og peningalegar stærðir og taka ákvörðun út frá því þó slíkt vegi að sjálfsögðu þunt við slíkt mat. Slíkir hlutir skipta máli mikið rétt en ef þetta á að vera eini mælikvarðinn þá væri getum við allt eins leitað samstarfs við Qatar og Kuwait. Það eru aðrir þættir sem ber að líta til eins og menningarlegar rætur, stjórnskipulegar rætur, lagalegar rætur, alþjóðleg viðskipti og uppbygging hagkerfa.

 

Í ljósi sögunnar þá má segja að samstarf okkar við Bandaríkjamenn hafi alltaf litið sérkennilega út ef litið er til þessara áðurnefndu þátta en sögunni verður ekki breytt. Brottför hersins og vinslit sem urðu milli þjóðanna í framhaldi af því má hugsanlega skýra að nokkru með tilliti til þess að samstarfið við Bandaríkjamenn byggði ekki á þessum áðurnefndu þáttum heldur fyrst og fremst á hernaðarlegum hagsmunum bandaríkjamanna.

 

Og hvar liggja okkar rætur? Ekki þarf að halda langan fyrirlestur um hvert okkar menningarlegu rætur teygja sig. Norræn arfleið okkar er í Skandinavíu og Norður-Evrópu um það verður varla deilt. Íslendingasögurnar tala sínu máli í þessu sambandi, tungumál, útlit, hefðir og siðir. Óhætt er að segja að okkar menningarlega og sögulega arfleifð sé eingöngu bundin við Norður-Evrópu.

 

Hluta stjórnskipunarinnar sækjum við upphaflega til Noregs og búum við enn að sýsluskipulagi byggt á grunni frá 1262. Með Dönum fáum við það stjórnkerfi sem ríkti allt fram að lýðveldisstofnun þar sem lögð voru drög að þrískiptingu valdsins. Saga stjórnskipunar á Íslandi eftir lýðveldisstofnun er þekkt sem byggir m.a. á þingræði, fjölflokkakerfi, valdalitlum forseta og sterku framkvæmdavaldi. Lagakerfið er sótt til frænda okkar Dana að mestu sem sumir kjósa að kalla "skandinavíska lagakerfið" því það fellur ekki með góðu móti að hefðbundnum skilgreiningum á tveim helstu lagakerfum heimsins "common law" eða "civil law."

 

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala um íslenska hagkerfið í ljósi stöðu þess. Það er hins vegar svo að "íslenska módelið" þó séríslenskt sé og halda megi fram að borið hafi nokkuð af leið að undanförnu er líkara velferðarmódelum Norðurlanda og hagkerfum Benelúxlandanna en nokkrum öðrum hagkerfum. Hagkerfi sem eru öll með tiltölulega háa skattheimtu og mikla þjónustu til handa almenningi af hálfu ríkisins. Það sem skiptir einnig máli að hagsveiflan hér er orðin nátengdari hinni alþjóðlegu hagsveiflu en nokkru sinni með aukinni alþjóðavæðingu eftir að löngu tímabili hafta lauk og við tókum upp EES-samninginn 1993. Auk þessa fer um stærstur hluti af okkar útflutningi inná sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði. Stærsta málið sem landsmenn þurfa að hugleiða í þessu sambandi er staða íslensku krónunnar. Sveiflukennt gengi hennar er illa þolandi fyrir almenning og fyrirtækin í landinu og í raun með ólíkindum hvað fyrirtækin hafa fram til þessa getað aðlagað sig að þeim sveiflum sem gjaldmiðlinum fylgja. Almenningi svíður há verðbólga, háir vextir, verðtrygging og óstöðuleiki í hagkerfinu. Með inngöngu í Evrópusambandið og tengingu við ERM II þá yrði tryggt að krónan sveiflaðist ekki nema 15% frá evrunni og slíkri stöðu yrði örugglega fagnað bæði af fyrirtækjum og almenningi. Upptaka evru í framhaldi af ERM II tæki síðan lengri tíma eða 3-4 ár að undangenginni skynsamlegri hagstjórn hér á landi.

 

Það er því von mín að í umræðu næstu mánaða þá hugi Íslendingar að þessum þáttum þegar umræðan verður hvað hörðust um hvar í sveit Ísland á að skipa sér. Við megum ekki gleyma því hvar þessar rætur okkar liggja og setja það í samhengi við hvar við eigum heima í samfélagi þjóðanna.

 

 

 

 

Höfundur er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og kennir alþjóðaviðskipti.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni