Kvíðin, einangruð, gagnslaus og reið

Lestarstöð sótthreinsuð í Moskvu. Það er ekkert nýtt í mannkynssögunni …
Lestarstöð sótthreinsuð í Moskvu. Það er ekkert nýtt í mannkynssögunni að heilu samfélögin gangi af göflunum. AFP

Okkur er gjarnt að lesa sögubækurnar og hrista hausinn: hvernig gat fólk verið svona vitlaust? Hvað voru forfeður okkar að hugsa, og hvað varð um skynsemi, náungakærleika og rökhugsun? Síðan lokum við bókunum, setjum þær aftur upp í hillu og hugsum með okkur hve upplýst og réttsýn við erum sjálf, og hve lánsöm við erum að vera uppi á tímum þar sem mannkynið er komið á annan og betri stað.

En raunin er að mannlegt eðli er það sama í dag og það hefur alltaf verið og heilu þjóðirnar geta farið af hjörunum eins og hendi væri veifað.

Æ oftar berast okkur fréttir sem minna á að eitthvað verulega undarlegt er á seyði í samfélögum um allan heim, og í sumum löndum mætti halda að einhvers konar allsherjargeggjun hefði gripið um sig. Geggjunin kemur fram í ofsafengnum viðbrögðum við kórónuveirunni en rót vandans liggur dýpra og ef ekki hefði verið fyrir veirufaraldurinn hefði geggjunin einfaldlega birst með einhverjum öðrum hætti.

Til að reyna að skilja vandann er...