Hvergi nærri hættur í golfinu

Fjölskyldan stödd á Skólavörðustíg á liðinni Þorláksmessu. F.v.: Björn, Róbert, …
Fjölskyldan stödd á Skólavörðustíg á liðinni Þorláksmessu. F.v.: Björn, Róbert, Eygló María, Sigrún og Aldís Anna.

Björn Knútsson fæddist 30. desember 1971 í Malmö í Svíþjóð en ólst upp í suðurbæ Hafnarfjarðar. Hann gekk í Öldutúnsskóla. „Ég eignaðist vini þar sem mynda náinn vinahóp í dag. Við hittumst reglulega og förum saman í veiði, golfferðalög og fleira.

Ég stundaði golf frá barnsaldri, sem byrjaði með því að ég var kylfusveinn hjá pabba mínum hjá Golfklúbbnum Keili og svo meðlimur í GK frá árinu 1979. Ég komst í unglinga- og karlalandsliðin og eyddi flestum sumrum í keppnisgolfi til 25 ára aldurs.“

Björn varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar 1990 og fór í háskólagolf í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem líffræðingur frá University of Lousiana 1995. Hann kláraði meistaranám í sjávarútvegsfræði frá HÍ 1997 og fór svo aftur í háskólanám síðar og kláraði viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst 2003 og löggildingu í verðbréfamiðlun. Síðar fór hann í bókhaldsnám og er viðurkenndur bókari.

Björn starfaði við vöruþróun hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna...