Risanum skrikaði fótur

Vantraust. Mark Zuckerberg hefur ekki þótt sérstaklega sannfærandi þegar hann …
Vantraust. Mark Zuckerberg hefur ekki þótt sérstaklega sannfærandi þegar hann hefur reynt að verja fyrirtæki sitt. Eftir margra ára vöxt er eins og Facebook, og Meta, hafi rekið sig á þak og margþættur vandi blasir við. AFP

Sú lækkun sem varð á hlutabréfaverði Meta, móðurfélags Facebook, í síðustu viku er af slíkri stærðargráðu að nota þarf þjóðhagfræðilegan samanburð til að lesendur átti sig á hversu mikið fór í súginn.

Við opnun markaða á fimmtudag hrundi hlutabréfaverð félagsins um rösklega 26% og eins og hendi væri veifað lækkaði markaðsvirði Meta um ríflega 251 milljarð dala. Jafnast tapið á við landsframleiðslu evrópskra milljónaþjóða á borð við Tékkland og Portúgal, eða hér um bil ellefufalda landsframleiðslu Íslands.

Facebook er enn mjög verðmætt fyrirtæki og er núna metið á um það bil 660 milljarða dala en frá áramótum hefur virði félagsins rýrnað um nærri 30%. Skellurinn á fimmtudag var svo stór að aldrei áður í sögu bandaríska hlutabréfamarkaðarins hefur markaðsverð fyrirtækis lækkað um jafnháa upphæð á einum degi.

Ástæðan fyrir lækkuninni var að nýjasta rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að á komandi ársfjórðungi muni tekjur Meta hækka minna en áður hafði verið...