Útgefandinn Haraldur stofnaði Record Records tvítugur að aldri.
Útgefandinn Haraldur stofnaði Record Records tvítugur að aldri.

Haraldur Leví Gunnarsson, tónlistarútgefandi og eigandi Record Records, á 30 ára afmæli í dag. Record Records á einnig stórafmæli á árinu, en tíu ár eru síðan Haraldur stofnaði tónlistarútgáfuna og er nýkomin út safnplata til að fagna því.

Meðal hljómsveita sem Haraldur hefur haft á sínum snærum eru Of Monsters and Men, Lay Low, Júníus Meyvant, Retro Stefson og fleiri og eiga þau öll lög á plötunni. Svo eru nýkomnar út plötur með Mammút og Moses Hightower á vegum Record Records og síðan er Júníus Meyvant að fara að gefa út nýja plötu á næsta ári en Haraldur er einnig umboðsmaður hans.

Haraldur spilar á trommur og byrjaði í hljómsveitum á unglingsaldri. Hann var hljómsveitinni Lada Sport sem lenti í öðru sæti í Músíktilraunum árið 2005 og gaf Lada Sport síðan út plötu árið 2007. „Platan var gefin út hjá Geimsteini, en ég var ekki búinn að stofna Record Records þá. Þarna ákvað ég að hætta í hljómsveitarstússinu og fara frekar að gefa

...