Eftir Guðríði Arnardóttur: „Til þess að við getum skrifað undir nýjan kjarasamning verðum við að hafa vissu fyrir fullum efndum fyrri samnings.“
Guðríður Arnardóttir
Guðríður Arnardóttir

Félagsmenn Kennarasambands Íslands í framhaldsskólum hafa nú verið samningslausir síðustu mánuði. Nú þegar hvert félagið á fætur öðru hefur samið innan BHM er horft til okkar félagsmanna sem vonlegt er og spurt frétta.

Helstu tíðindi eru þau að framhaldsskólakennarar vilja semja sem fyrst. Við samningaborðið er ekki margt sem skilur að þegar kemur að umræðu um kaup og kjör.

Stærsta hindrunin fyrir því að samningar takist eru efndir fyrri samnings sem skrifað var undir 2014. Í þeim samningi var sérstaklega tekið fram að yrðu kerfisbreytingar á fyrirkomulagi náms í framhaldsskólum yrði að meta það viðbótarálag sem skapaðist á vinnu kennara.

Haustið 2015 bárust framhaldsskólum landsins stjórnvaldsfyrirmæli um að stytta námstíma til stúdentsprófs tafarlaust. Þannig var námskrám og þúsundum áfangalýsinga breytt nánast á nokkrum vikum með tilheyrandi vinnu og álagi á kennara og stjórnendur. Auk þess liggur fyrir að

...