Gjöf til bæjarbúa Myndin er samsett og sýnir hvernig verkið Jötunheimar gæti litið út á sundlaugarveggnum.
Gjöf til bæjarbúa Myndin er samsett og sýnir hvernig verkið Jötunheimar gæti litið út á sundlaugarveggnum. — Samsett mynd/Odee

Erna Ýr Öldudóttir

ernayr@mbl.is

„Það er mjög svekkjandi hvernig þetta fór allt saman. Mig langaði að gefa heimabæn mínum stórt og fallegt listaverk,“ segir listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, í samtali við Morgunblaðið, en menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar hafnaði gjöf hans til bæjarins, állistaverkinu Jötunheimar, eftir hann sjálfan.

Til stóð að verkið yrði sett upp á vegg Sundlaugar Eskifjarðar, en málið hafði verið hjá bænum í um tvö ár, að sögn Odds Eysteins.

„Ég fer í sundlaugina og íþróttamiðstöðina daglega, og hef gert í mörg ár. Mig langaði að gefa af mér, fegra umhverfið og leyfa bænum að njóta þess, en andvirði verksins nú er um tvær og hálf milljón króna,“ segir Oddur Eysteinn. Skv. Austurfrétt hafði komið fram í umræðum að flutningur og uppsetning á verkinu kostaði um 600 þúsund krónur.

Meðferð

...