Sífellt dynja á landsmönnum góð ráð, hvernig við eigum að lifa lífinu svo að heilsan verði sem best og að við náum að forðast sóttir af ýmsu tagi. Sérstaklega hefur verið áberandi umræða vegna farsóttar sem kennd er við kórónur. Talið er að fólki sem reykir tóbak sé hættara við alvarlegum afleiðingum Covid 19 en þeim sem ekki reykja. Þetta veldur eðlilega áhyggjum, en hvað er þá til ráða?

Reykir þú og langar þig að hætta?

Rannsóknir benda til að á hverjum tíma vilji meirihluti þeirra sem reykja hætta. Það reynist sumum erfitt að finna stað og stund til þess. Svo eru þau sem finnst ekkert mál að hætta en segja grínsögur af því að þau byrji bara fljótlega aftur. Ósigrar í því ferli geta fælt fólk frá því að reyna að hætta. Það er lærdómsferli að ná að hætta að reykja, hver og einn þarf að skoða hvernig hans venjur eru, hversu sterk fíkn hans sé og hvaða aðferðir hafa brugðist áður. Þarna eru hliðstæður við...