Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Í baráttunni við COVID-19 er vísindalegri þekkingu beitt með mun markvissari hætti, en áður hefur verið gert í heilbrigðisvísindnum og þjónustu við sjúklinga,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Í raun er magnað að starfa á háskólasjúkrahúsi við þessar aðstæður, sem enginn óskaði þó eftir. Kórónuveiran mun fyrirsjáanlega breyta mörgu í heilbrigðisvísindum á komandi árum. Í áratugi hafa læknavísindin ekki staðið andspænis jafn alvarlegum og útbreiddum faraldri eða smitsjúkdómi og nú er á kreiki; veiru sem við höfum nú þó öðlast talsverða þekkingu á.“

Faraldurinn ekki óvæntur

Tæpast er ofsagt í myndrænu máli að COVID-19 hafi sett heiminn í handbremsu. Gangvirki samfélagsins snýst á hálfum hraða og margt í daglegu lífi okkar sem við töldum sjálfsagt liggur niðri. Áhersla

...