Eftir Guðna Ágústsson: „Óskaplega finnst mér vænt um að þú reifst þig undan grímunni og sýndir þitt rétta andlit.“
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Það var gaman að lesa margorða skýringu forseta Alþingis Steingríms J. Sigfússonar á hvað „grenjandi minnihluti – mikill minnihluti“ þýðir á norðlenskri tungu. Steingrímur ræðir mjög „upphafinn alhæfingarstíl“ sem greinarhöfundur setji fram og hæðir undirritaðan fyrir baráttu fyrir að vilja endurreisa brjóstvörn bænda með landbúnaðarráðuneyti og umgjörð um íslenskan landbúnað.

Við skulum aðeins ræða hver hjó þar fastast. Ég geri mér grein fyrir því að við Steingrímur eigum það sameiginlegt að færa umræðu og málflutning okkar í nokkrar hæðir. Þar liggur sjálfsagt bæði styrkur okkar og veikleiki. En um árabil var Steingrímur talinn einn magnaðasti ræðumaður Alþingis og við héldum þá að sannfæring fylgdi alltaf máli. Hitt vissum við einnig að ræðustíll Steingríms minnti á sósíalistaforingja, með hnefann á lofti og stundum braust fram í orðum hans og gjörðum örlítið grenjandi „fól“. Sannarlega á Steingrímur tungur tvær og talar sitt með hvorri. En það er

...