Eftir Hrefnu Guðmundsdóttur, Jönu Rós Reynisdóttur og Guðrúnu Stefánsdóttur: „Stakar aukaverkanatilkynningar segja lítið um möguleg orsakatengsl við tiltekið lyf.“
Hrefna Guðmundsdóttir
Hrefna Guðmundsdóttir

Eftir að hafist var handa við að bólusetja landsmenn í lok síðasta árs hefur þörfin fyrir upplýsingar um hugsanlegar aukaverkanir af völdum þeirra aukist. Lyfjastofnun hefur m.a. það lögbundna hlutverk að taka á móti tilkynningum um aukaverkanir lyfja og hefur því brugðist við þessari þörf með reglulegri upplýsingamiðlun. Lyfjastofnun fær fjölmargar spurningar frá fjölmiðlum og almenningi um hvort tiltekin einkenni hafi verið tilkynnt vegna gruns um aukaverkun og hve margar slíkar tilkynningar hafi borist. Hér skal lögð áhersla á að grunur um aukaverkun er ekki það sama og þekkt aukaverkun.

Þegar einstaklingar tilkynna aukaverkun til Lyfjastofnunar er um grun að ræða því orsakasamband við lyfið hefur ekki verið staðfest. Slíkt er í höndum sérfræðinga lyfjastofnana að skera úr um. Þeir meta þá til samanburðar aðra þætti, s.s. erfðir, sjúkdóma eða samhliða notkun annarra lyfja, sem gætu skýrt kvillann sem um ræðir.

...