Eftir Hauk Ágústsson: „Aukning koltvíildis fylgir hitaaukningu – kemur ekki á undan.“

CO 2 (kolefnistvíildi) er skaðlaus lofttegund, sem er örsmár hluti af lofthjúpi jarðar, um 0,040%. Aðrar helstu lofttegundirnar eru köfnunarefni, sem er langstærsti hlutinn, 78%; súrefni (O), 21%; vatnseimur (H 2 O), 2-4%, og argon (Ar), 0,9%. Fyrir árið 1945 var CO 2 (koltvíildi) nokkuð yfir 0,030%, eða um 30 mólekúl í hverjum 100.000 mólekúlum innan lofthjúpsins.

Í tímans rás

Með því að rýna lög í borkjörnum, sem fengnir hafa verið úr íshellunum á Grænlandi og suðurskautinu, hafa vísindamenn lesið m.a. ástand og samsetningu lofthjúps jarðar hundruð þúsunda ára aftur í tímann. Í ísnum eru loftbólur, sem unnt er að nýta til greiningar á magni einstakra þátta, þ.ám. koltvíildis, en einnig birta kjarnalögin atriði, sem t.d. lúta að hitastigi og í framhaldi loftslagi almennt á öllu því tímabili, sem þessar heimildir ná til....