Eftir Sigurbjörn Svavarsson: „Fyrir orkuskiptin þarf að ryðja regnskóga, fletja út fjöll, hrekja samfélög á flótta og búa til gríðarlegt magn úrgangs – og mikið af honum er eitrað.“
Sigurbjörn Svavarsson
Sigurbjörn Svavarsson

Á næstu 30 árum fjölgar jarðarbúum um tvo milljarða. Það er tvöfaldur núverandi íbúafjöldi Norður-, Mið- og Suður-Ameríku samanlagt. Árið 2050 munu 66 prósent manna búa í borgum. Það samsvarar tólf nýjum borgum á ári á stærð við Dubai.

Á sama tíma er talin þörf á að kolefnislosa orku- og flutningskerfi plánetunnar. Til að ná því þarf heimurinn tugi og hundruð milljóna vindmylla, sólarrafhlaða og rafhlaða fyrir rafbíla.

Grein í Spiegel 30. október sl. „Mining the Planet to Death. – The Dirty Truth About Clean Technologies,“ kastar ljósi á hvað það hefur í för með sér. Þar segir að hreina tæknin muni valda gífurlegri eftirspurn eftir sjaldgæfum málmum sem þessi orkuskipti byggjast á með skelfilegu umfangi námuvinnslu.

„Orkuskiptin“ eru rétt að byrja og til að setja þetta í samhengi er spáð að framleiðsla rafbíla aukist úr 5 milljónum bíla í dag í 245 milljónir árið 2030, eða 50-falt eftir einungis 10

...