Viðreisn Framboðslistinn var samþykktur í fyrradag á félagsfundi Viðreisnar.
Viðreisn Framboðslistinn var samþykktur í fyrradag á félagsfundi Viðreisnar. — Ljósmynd/Aðsend

Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi, er oddviti framboðslista Viðreisnar í Mosfellsbæ, sem samþykktur var í gær.

Í öðru sæti á listanum er Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri og bæjarfulltrúi, og í þriðja sæti er Elín Anna Gísladóttir, verkfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar.

Í fjórða sæti er Ölvir Karlsson lögfræðingur og í hinu fimmta er Olga Kristrún Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur og verkefnastjóri.

Framboðslistinn samanstendur af 11 konum, 10 körlum og einu kvári. Meðalaldur listans er 43,9 ár. Elsti frambjóðandinn er 69 ára en yngsti 19 ára og búseta frambjóðenda er dreifð um öll hverfi bæjarins.