Ingibjörg Gísladóttir: „Ég skrifa þessa grein í þeirri eigingjörnu von að tvennan Moggi og sterkt mjólkurkaffi muni halda áfram að veita mér ánægju.“
Ingibjörg Gísladóttir
Ingibjörg Gísladóttir

Hinn 23. október mátti lesa í Morgunblaðinu hugleiðingu Ögmundar Jónassonar um ilminn af lífinu þar sem hann lýsir því hvernig tilhlökkunin yfir því að setjast niður með kaffibolla og dagblað hverfi er hann opnar blaðið og les um að forsætisráðherra Breta tali um möguleikann á að heyja takmarkað kjarnorkustríð og ráðherrar hins herlausa Íslands kinki kolli. Það eru eðlileg viðbrögð. Á árum áður var ég áskrifandi að DV. Þá var ég yngri og hafði gaman af slúðri og uppsláttarfréttum, en nú er það Mogginn, sakir vandaðrar fréttamennsku (oftast) og hófstilltrar umfjöllunar sem hefur orðið fyrir valinu. Ég geymi mér jafnvel Sunnudagsblaðið svo ég hafi eitthvað að lesa með sunnudagskaffinu.

Tilhlökkunin er þó blendin núorðið því sumir fréttamenn þess virðast hafa tekið RÚV sér til fyrirmyndar og látið af hlutleysi í fréttavali og frásagnarhætti. Ég tók fyrst eftir þessari breytingu á Mogganum eftir að Trump var kjörinn forseti 2016. Þá breyttist RÚV strax

...