Hörður Vilberg

hordur@mbl.is

Tökur á nýrri kvikmynd sem nefnist Ljósvíkingar eru hafnar í Bolungarvík. Þar er sögð þroskasaga transkonu á Vestfjörðum sem starfar í sjávarútvegi. Kvikmyndafélag Íslands er framleiðandi myndarinnar en það framleiddi einnig Sódómu Reykjavík sem naut mikilla vinsælda um árið og Lof mér að falla auk fjölda annarra mynda.

Umskipti

Myndin, sem heitir Odd Fish á ensku, fjallar um Björn, fjölskyldumann sem ákveður að söðla um í lífinu og gerast transkona. „Í grunninn fjallar myndin um tvo æskufélaga, Hjalta og Björn, sem stofna saman og reka veitingastað. Annar er alltaf að fara suður í læknisviðtöl út af bakinu á sér en svo kemur í ljós að hann er að breyta sér í konu,“ segir Ingvar. „Þá reynir

...