Ég sest niður og klára kaflana ef ég þarf þótt það sé miðnótt. Ég er með mikinn sjálfsaga. Það lærði ég strax sem dansari.
„Mér líður eins og ég sé í bíómynd hér; kannski sé þetta í einhverjum rósrauðum bjarma,“ segir Richard Armitage.
„Mér líður eins og ég sé í bíómynd hér; kannski sé þetta í einhverjum rósrauðum bjarma,“ segir Richard Armitage. — Morgunblaðið/Ásdís

Stórleikarinn, og nú rithöfundurinn, Richard Armitage tekur á móti blaðamanni með breiðu brosi og stóru faðmlagi. Armitage er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Thorin Oakenshield í þríleiknum Hobbitanum, sem byggður er á bókum J.R.R. Tolkien. Margir kannast líka við hann úr bresku njósnaþáttunum Spooks, kvikmyndinni Ocean’s Eight eða nýlega ástarskandalsþættinum Obsession. En nú hefur leikarinn reynt fyrir sér á bókmenntasviðinu því út er kominn spennutryllirinn Geneva. Einmitt þess vegna var breska leikaranum boðið til Íslands á bókmenntahátíðina Iceland Noir sem fór fram á dögunum.

...