Fjölskyldan Frá vinstri: Styrmir Snær, Kolbeinn Sturla, Sigríður Hrund, Snæfríður Ísold, Baldur og Starkaður Snorri síðasta sumar.
Fjölskyldan Frá vinstri: Styrmir Snær, Kolbeinn Sturla, Sigríður Hrund, Snæfríður Ísold, Baldur og Starkaður Snorri síðasta sumar. — Ljósmynd/Silla Páls

Sigríður Hrund Pétursdóttir fæddist 12. janúar 1974 í Reykjavík og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur frá fimm ára aldri, en bernskuárin voru í austurbæ Kópavogs. Skólagangan var hefðbundin fyrir Vesturbæing; Melaskóli, Hagaskóli, MR. Hún var ári á undan í skóla og þar sem hugurinn stefndi á læknisfræðinám í Frakklandi ákvað hún að fara og læra frönsku beint eftir stúdentspróf. Eftir tveggja ára dvöl í Frakklandi, annars vegar í Perpignan og hins vegar í L’Universite de Stendhal í Grenoble, haga örlögin því þannig að botnlanginn springur á Sardiníu vorið 1996, árið sem háskólagangan átti að hefjast. „Faðir minn bjargar lífi mínu með því að sækja mig með beinu sjúkraflugi og teningunum er kastað.

Ég hitti Baldur manninn minn síðla sumars sama ár, við fellum hugi saman og er hægt að telja dagana sem við höfum verið aðskilin síðan þá. Ég er metin inn í frönskudeild Háskóla Íslands og

...