„Með þessari niðurstöðu skapast grundvöllur fyrir þá félagsmenn sem unna félaginu og fengu ekki að mæta á síðasta aðalfund til að boða til nýs aðalfundar til að endurreisa félagið,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hjá Málsvara

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Með þessari niðurstöðu skapast grundvöllur fyrir þá félagsmenn sem unna félaginu og fengu ekki að mæta á síðasta aðalfund til að boða til nýs aðalfundar til að endurreisa félagið,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hjá Málsvara.

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í gær þrjár ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi MÍR sumarið 2022. Kjör stjórnar félagsins er ógilt og jafnframt sú ákvörðun að selja húsnæði félagsins á Hverfisgötu 105 í Reykjavík og láta andvirði sölu fasteignarinnar mynda stofnfé Menningarsjóðs MÍR. Mikla athygli vakti þegar málið kom upp á síðasta ári en eins og kom fram í Morgunblaðinu höfðuðu þrír félagsmenn í MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands, áður Ráðstjórnarríkjanna, mál gegn samtökunum.

...