Ég frétti fyrst af Bandaríkjamanninum Dick Ringler (1934–2024) frá sameiginlegum vinum okkar, Jóni Atla Árnasyni lækni og Salvöru Jónsdóttur skipulagsfræðingi. Þau höfðu sest að í Madison í Wisconsin og kynnst þar þessum ljómandi skemmtilega bókmenntaprófessor
Heiðraður Dick Ringler hlaut fálkaorðuna fyrir störf sín árið 2004. Hér er hann ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta á Bessastöðum.
Heiðraður Dick Ringler hlaut fálkaorðuna fyrir störf sín árið 2004. Hér er hann ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta á Bessastöðum.

Af bókmenntum

Sveinn Yngvi

Egilsson

Ég frétti fyrst af Bandaríkjamanninum Dick Ringler (1934–2024) frá sameiginlegum vinum okkar, Jóni Atla Árnasyni lækni og Salvöru Jónsdóttur skipulagsfræðingi. Þau höfðu sest að í Madison í Wisconsin og kynnst þar þessum ljómandi skemmtilega bókmenntaprófessor. Þetta var um miðjan tíunda áratuginn og það fylgdi sögunni að hann væri að fást við Jónas Hallgrímsson. Ekki leið á löngu áður en við Dick vorum farnir að skrifast á um listaskáldið góða. Í ljós kom að hann var að þýða kvæði Jónasar eitt af öðru og vildi fá álit mitt á ýmsu sem snerti þau. Þýðingunum fjölgaði og smám saman varð til heilmikið handrit sem hann sendi mér til Íslands. Ég las það yfir og sendi honum ítarlegar athugasemdir með hvatningu og lofsamlegum ummælum um þýðingarnar og þá vönduðu vinnu sem hann hefði lagt

...