Hvalveiðar draga úr losun koltvísýrings

Hvalur 9 sést hér með tvær nýskotnar langreyðarkýr.
Hvalur 9 sést hér með tvær nýskotnar langreyðarkýr. Morgunblaðið/RAX

Nettólosun hverrar langreyðar yfir ævina samsvarar um 1.770 tonnum af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Meðalaldur veiddra langreyða er 26 ár og hefur þá hvert dýr losað 570 tonn koltvísýrings. Frá og með 27 ára aldri er talið að árleg losun nemi 1.200 tonnum, en með veiðum á langreyði yrði komið í veg fyrir að það magn koltvísýrings slyppi út í andrúmsloftið. Hver langreyður er talin losa samsvarandi magn af koltvísýringi á ári og ríflega 30 bílar sem eyða sex lítrum á hundraðið og ekið er 14 þúsund kílómetra árlega.

Þau ár á síðastliðnum áratug sem veiðar á langreyði voru stundaðar nam aflinn um 150 dýrum á ári að jafnaði. Samkvæmt framansögðu var með veiðunum þannig komið í veg fyrir að 180.000 tonn koltvísýrings slyppu út í andrúmsloftið á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem dr. Guðjón Atli Auðunsson efnafræðingur hefur unnið og birt er á heimasíðu hans, www.gudjonatli.is.

Í skýrslunni kemur fram að lífrænt bundið kolefni í 40...