Bakverðir Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti heilbrigðisstarfsfólk til Ísafjarðar. Hjá HVEST eru 36 starfsmenn í sóttkví, einangrun eða smitaðir.
Bakverðir Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti heilbrigðisstarfsfólk til Ísafjarðar. Hjá HVEST eru 36 starfsmenn í sóttkví, einangrun eða smitaðir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Við erum komin með það sem við þurfum í bili,“ sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST), um liðsauka sem stofnuninni barst í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO flutti tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Gylfi sagði að fimm aðrir væru einnig komnir í hópinn þannig að liðsaukinn væri orðinn um fimmtán manns. Með þyrlunni komu einnig sýnatökupinnar og andlitsmaskar. Nokkrir tugir sýna voru fluttir til Reykjavíkur í gær með þyrlunni. Auk þess fóru sýni frá sunnanverðum Vestfjörðum með flugi frá Bíldudal.

Gylfi sagði að það fylgdi því mikill léttir að hafa náð utan um mannahaldið. Þá var útlit fyrir að náðst hefði utan um smitrakningu og smitin á Ísafirði og í Bolungarvík. Hertar aðgerðir tóku gildi í gær á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri þannig að sömu takmarkanir gilda nú á öllum

...