Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.465) vann lokað alþjóðlegt mót sem lauk í höfuðborg Írlands, Dyflinni, hinn 6. janúar síðastliðinn. Árangur Vignis var framúrskarandi en hann fékk sjö og hálfan vinning af níu mögulegum, hálfum meira en þurfti til að ná áfanga að stórmeistaratitli. Þessi fyrsti stórmeistaraáfangi Vignis er væntanlega vísir að frekari afrekum á þessu sviði en undanfarna 15 mánuði eða svo hefur Vignir tekið stórstígum framförum. Hann er sem fyrr taktískur klækjarefur en stöðuskilningur hans hefur stórlega batnað. Algengara er núna líka að Vignir skáki andstæðingum sínum í endatöflum. Í þessari stöðu hafði Vignir hvítt í næstsíðustu umferð gegn heimamanninum Peter Cafolla (1.976) . 21. Bc5! De6 22. Rc7 og svartur gafst upp. Með þessum sigri tryggði Vignir sér stórmeistaraáfangann góða.