Nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, eða Smiðjan, er hægt og bítandi að taka á sig mynd. Hönnun er að mörgu leyti margbrotin og hugsað er fyrir hverju smáatriði, en því fékk blaðamaður að kynnast þegar gengið var um húsnæðið í fylgd Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis
Berg Ólíkar bergtegundir, sem allar má finna í klæðningu hússins, prýða veggi þessa rýmis. Er um að ræða Reykjavíkurgrágrýti, Grindavíkurgrágrýti, blágrýti, líparít, gabbró og hraungrýti. Eins og sjá má er hátt til lofts.
Berg Ólíkar bergtegundir, sem allar má finna í klæðningu hússins, prýða veggi þessa rýmis. Er um að ræða Reykjavíkurgrágrýti, Grindavíkurgrágrýti, blágrýti, líparít, gabbró og hraungrýti. Eins og sjá má er hátt til lofts. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Klara Ósk Kristinsdóttir

klaraosk@mbl.is

Nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, eða Smiðjan, er hægt og bítandi að taka á sig mynd. Hönnun er að mörgu leyti margbrotin og hugsað er fyrir hverju smáatriði, en því fékk blaðamaður að kynnast þegar gengið var um húsnæðið í fylgd Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Segir hún ákveðinn glæsileika yfir húsinu.

Í húsinu má meðal annars finna nokkuð áhugavert loftlistaverk yfir sameiginlegu rými og fangar það fljótt augu viðstaddra. Er um að ræða verk eftir Þór Vigfússon og nefnist það „Flækjuloft“. Ragna segir það unnið úr álafgöngum frá álverinu í Reyðarfirði.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segist ánægður með fyrstu kynni af Smiðjunni. Þótt ekki sé komin mikil reynsla af

...