Eftir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson. Ugla 2020. Innbundin, 413 bls.

Þetta er löng bók og fjallar um flugslys í Færeyjum 26. september 1970 er Fokker F-27 flugvél Flugfélags Íslands, TF-FIL, brotlenti á Mykinesi, vestustu ey Færeyja, með 34 innanborðs, 30 farþega og fjögurra manna áhöfn; raunar 35 því önnur flugfreyjan var barnshafandi. Átta manns fórust; eini Íslendingurinn meðal þeirra var flugstjórinn, Bjarni Jensson. Bókinni er skipt í fjóra hluta og eru heiti þeirra lýsandi, I. Slysið, II. Vitnisburðir [nokkurra sem komust lífs af], III. Eftirmál, IV. Viðaukar, m.a. sætaskipan í vélinni og tæknilegar upplýsingar um hana, skrá um björgunarfólk og íbúa í Mykinesþorpinu sem hlúðu að eftirlifendum o.fl.

Þetta er einkar læsileg bók fyrir þá sem áhuga hafa á hrakfallasögum og slysförum þar sem reynir á dug og dirfsku að ystu þolmörkum. Lengi skal manninn reyna; stíllinn þó hógvær sem er kostur. Í ljósi þess hvernig bókin er byggð upp eru nokkrar endurtekningar og víða er vísað milli kafla. Frásögnin dregur greinilega

...