Sérstakar aðstæður urðu þess valdandi að skip Landhelgisgæslunnar, sjómælingabáturinn Baldur og varðskipin Týr og Þór, mættust í síðasta mánuði í Ísafjarðardjúpi. Þau sigldu hlið við hlið í fallegu veðri.
Sérstakar aðstæður urðu þess valdandi að skip Landhelgisgæslunnar, sjómælingabáturinn Baldur og varðskipin Týr og Þór, mættust í síðasta mánuði í Ísafjarðardjúpi. Þau sigldu hlið við hlið í fallegu veðri. — Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Þess var minnst á dögunum að 30 ár voru liðin síðan sjómælingabátnum Baldri var hleypt af stokkunum á Seyðisfirði, þar sem hann var smíðaður. Báturinn hefur reynst Landhelgisgæslunni afar vel á þeim þrjátíu árum sem hann hefur verið nýttur til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga og margvíslegra annarra verkefna við strendur landsins.

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Baldur var smíðaður úr áli af Vélsmiðju Seyðisfjarðar sem eftirlits- og sjómælingabátur fyrir Landhelgisgæsluna og var hann sjósettur hinn 14. apríl 1991. Baldur kom svo til heimahafnar í Reykjavík hinn 12. maí 1991.

Baldur er tæplega 73 brúttótonn. Hann er búinn tveimur aðalvélum og skrúfum og er því mjög lipur í stjórntökum sem gerir bátinn sérlega hentugan í hin ýmsu verkefni, segir í samantekt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Baldur er sérstaklega útbúinn til sjómælinga fyrir sjókortagerð og um borð er