Urður Egilsdóttir

Þóra Birna Ingvarsdóttir

Svo virðist sem fjórða bylgja faraldursins hér á landi sé í rénun. Toppi gæti hafa verið náð á laugardag þegar 1.447 voru með staðfest virkt kórónuveirusmit, en þau hafa aldrei verið fleiri hér á landi. Þessum einstaklingum hefur fækkað um 61 á tveimur dögum en í gær voru 1.386 með virkt smit. Þó fjölgaði í gær þeim sem liggja inni á spítala með veiruna um sex, en 26 liggja nú inni.

Upplýsingar fengust í gær

Tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fjórir þeirra sex sem lagðir hafa verið inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins voru ekki fullbólusettir við innlögn. Þær upplýsingar fengust fyrst í gær frá Landspítalanum, eftir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla. Alls hafa 55 sjúklingar lagst inn á Landspítala í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40% þeirra voru óbólusett við innlögn. Til samanburðar eru rúmlega...