[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Engilbert Ingvarsson

 HÁVÆR áróður hefur lengi verið fyrir því að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusambandið og nú þykir það eitt duga í rökstuðningi að fá evrugjaldmiðil, í óljósri framtíð, fyrir krónuna. Áköfustu áróðursmenn fyrir ESB-aðild hafa reynt að heilaþvo landsmenn með því að telja fram kostina, en látið óaðgengilega ókosti liggja í láginni. ESB-aðild er trúaratriði hjá Samfylkingunni, einum flokka, og formaðurinn telur lag til að hóta Sjálfstæðisflokknum, svo umsókn um aðild verði samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fræðimaðurinn Þorvaldur Gylfason prófessor væntir þess að tvennt muni vinnast á landsfundinum: Umsókn verði samþykkt og Sjálfstæðisflokkurinn klofni. Þetta fellur sjálfsagt í kramið hjá öðrum háværum götumótmælendum.
Búið er að margtyggja ofan í þjóðina lýsingu á „gulli og grænum skógum“ í félagshyggjusamfélagi Evrópusambandsins. En lítið hefur farið fyrir umræðum um alla ókostina, afsali fullveldis og auðlinda og miklum gjaldeyriskostnaði við flókinn undirbúning umsóknar og árlegar aðildargreiðslur. Það mun einnig kosta mikið í launum og öðrum kostnaði að hafa hóp fulltrúa frá Íslandi starfandi hjá stjórnsýslubákni Evrópusambandsins, sem er ólýðræðislegt stórveldi. Litla Ísland verður ekki hátt skrifað í þeirri ljónagryfju.
Sáttmálar um reglugerðaverkið, sem unnið er eftir hjá ESB hafa verið samþykktir fyrirfram hjá aðildarríkjunum og því er ekki hægt að breyta nema öll löndin samþykki það. Þess vegna er þetta ríkjabandalag stöðnuð og ólýðræðisleg stofnun. Slíkt bákn verður því ómanneskjulegra eftir því sem tímar líða og aðildarlöndum fjölgar. Ekki er hægt að fá fordæmisskapandi undanþágur og má frekar búast við afarkostum, eins og dæmin sanna í samskiptum við ráðandi þjóðlönd í Evrópusambandinu.
Mikil nefndavinna um Evrópusambandsmál hefur farið fram á vegum Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, en flokkurinn er á móti inngöngu í ESB samkvæmt landsfundarsamþykktum, en nú á að taka Evrópustefnu flokksins til endurskoðunar. Væntanlega mæta á annað þúsund fulltrúar á landsfundinn 29. jan. Þar munu liggja fyrir skýrslur starfsnefndar um Evrópumálin. Á landsfundum ganga oft til starfa yfir hundrað manns í sumum málefnanefndum, sem leggja fram ályktunardrög. Oft hafa verið deildar meiningar um afgreiðslu mála á landsfundum Sjálfstæðisflokksins og atkvæðagreiðslur ráðið úrslitum, en niðurstaða fengist sem allir sætta sig við. Með þeim viðamikla undirbúningi, sem er í vinnslu nú víða um land, má ætla að vel verði staðið að upplýstri umræðu á landsfundi og lýðræðislegri ákvörðun um stefnuna í Evrópumálum, eins og öðrum stefnumálum flokksins.
Heyrst hefur að rétt sé að sækja um inngöngu í ESB til að láta reyna á hvaða möguleika Ísland hefur til að fá undanþágur. Síðan verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninga. Fulltrúar á landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Það á ekki að sóa tíma, orku og fjármunum í sýndarviðræður um inngöngu í ESB. Þvert á móti þarf að skera niður óþarfa eyðslu og spara verulega í utanríkismálum.
Á undanförnum árum hefur verið eyðslubruðl í landinu og gjaldeyrissóun í samræmi við óheftar reglur Evrópusambandsins, eins og þjóðin hefur viljað hafa þetta, en afleiðingin er uppsafnaður gífurlegur viðskiptahalli við útlönd. Á næstu árum þarf að vera skipulagður gjaldeyrissparnaður, því fullreynt er að annað leiðir til ófarnaðar.
Á þriðja áratug síðustu aldar voru jafnaðarmenn á Íslandi hrifnir af byltingunni í Rússlandi og sovétskipulaginu, en hluti þeirra hélt sönsum og sat eftir í Alþýðuflokknum, þegar þeir sem trúðu á ráðstjórnarríkjabandalagið klufu sig frá og stofnuðu Kommúnistaflokk Íslands 1930. Í áranna rás eftir lífsævi margra vinstri flokka, kommúnista, sósíalista, alþýðubandalagsmanna og ríkisrekstrarsinna, vill slíkt fólk í Vinstri grænum ekki ánetjast erlendu ríkjabandalagi. En Samfylkingin, réttborinn arftaki Alþýðuflokksins, vill að fyrirmælum forustu flokksins koma Íslandi í Evrópuríkjabandalag og krjúpa á knjánum fyrir ráðríkum yfirdrottnunarþjóðum, afhenda auðlindir þjóðarinnar og afnema sjálfstæði og fullveldi með breytingum á stjórnarskrá Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið fast að fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og ekki skipt um nafn eða grundvallarstefnu.

 

Höfundur er fyrrverandi bóndi á Tirðilmýri.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni