[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

“Kreppan” og ESB

Þorsteinn Ásgeirsson


BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn. Það er ekkert skrítið við það eins og byggt hefur verið. Það er eins og menn þar syðra hafi reiknað með að við landsbyggðarmenn flyttum allir á mölina eins og sagt er. Allir voru að græða þegar íbúðarverð fór upp. Meira að segja unga fólkið sem var að fjárfesta í fyrsta sinn taldi sig vera að græða. En var þetta raunverulegt og hver ber ábyrgðina á þessu háa verði? Eru það ekki blessaðir bankarnir sem spýttu inn fjármagni svo um munaði og það jafnvel svo að það borgaði sig að kaupa hús og rífa það og byggja nýtt á lóðinni. Fólk tók lán út á húsin og veðsetti í topp til þess að kaupa bíla, fara til útlanda og annað í þeim dúr. Ber fólkið ekki sjálft svolitla ábyrgð? Fasteignasalar bera að sjálfsögðu einhverja ábyrgð þeir töluðu upp verðið með bönkunum, svo ekki sé talað um fjölmiðla sem ekki áttu orð til að lýsa dýrðinni með þessum hækkunum og hjálpuðu þannig til. Nú er lóðum skilað inn fyrir milljarða og heilu hverfin standa auð eða óbyggð. Bera sveitarfélögin ekki smá ábyrgð þarna líka? Ætli sé ekki búið að byggja á suðvesturhorninu fyrir næstu tuttugu árin eða svo? Er ekki allt í lagi að fasteignaverð fari svolítið niður þannig að það sé hægt að kaupa íbúð á þessu svæði fyrir þá sem eru húsnæðislausir? Auðvitað ber svo ríkisstjórnin sína ábyrgð. Var ekki verið að eltast við kosningu í öryggisráðið með tilheyrandi tíma- og peningaeyðslu? Sumir ráðherrar hefðu betur hugað að fjármálabákninu hér heima í stað þess að vera á þönum um allan heim í atkvæðasmölun.
Við vorum á allsherjar fjárfestingarfylliríi og allir vildu dansa í kringum gullkálfinn. Nú vilja hins vegar sem flestir bera af sér og kenna öðrum um. Var þetta ein allsherjar múgsefjun.
Auðvitað er ekki gott að missa vinnuna, það hafa margir reynt í gegnum tíðina. Það hefur ekki alltaf verið tekið út með sældinni á landsbyggðinni þegar illa hefur árað í sjávarútvegi og heilu fyrirtækin horfið úr byggðunum. Ekki fórum við þá og köstuðum eggjum í Alþingishúsið eða þaðan af verra. Það var ekki glæsilegt í kringum og upp úr 1980 þegar verðbólgan fór á fleygiferð og fjöldi fólks varð eignalaus. Ég vona að til þess þurfi ekki að koma núna og ef gengið lagast þá verða erlendu húsnæðislánin sennilega hagstæðari en þau innlendu með sinni verðtryggingu sem aldrei lækkar. Það verður því að sjá til þess að fasteignaverð og lán haldist í hendur að einhverju leyti. Hvernig það er best gert þarf meiri sérfræðing en mig til að svara. Ég á enn mitt 15 milljóna króna einbýlishús og er alveg sáttur við það, þó það hefði farið á 70-80 milljónir í Reykjavík á síðasta ári. Það var og er eitthvað brenglað við þetta fasteignaverð sem er búið til á suðvesturhorninu.
Og nú á aðild að ESB að leysa allan vandann. Samfylkingin heldur ekki vatni yfir dýrðinni að ganga í ESB og ætlar að setja sjálfstæðismenn upp við vegg í þeim málum. Eigum við sjálfstæðismenn að sætta okkur við að samstarfsflokkur í ríkisstjórn skuli haga sér svona, eigum við að láta kúga okkur til þess að gera það sem er andstætt grundvallarviðhorfum okkar og sannfæringu? Við verðum fyrst og fremst að tryggja hagsmuni Íslands og Íslendinga. Það er alveg ljóst að við verðum að flýta okkur hægt og skoða málin alveg ofan í kjölinn. Bjargar ESB-aðild fjármálum heimilanna eða þjóðarinnar? Fjölgar ESB-aðild atvinnutækifærum og minnkar atvinnuleysi? Er ESB-aðild töfralausnin á vanda okkar? Ég efa að það sé reyndin. Látum ekki örvæntingu og taugatitring taka af okkur völdin. Við erum enn fullvalda þjóð og eigum ekki að láta plata okkur í ESB. Við verðum að tryggja þau grundvallaratriði sem við höfum byggt á lífsafkomu okkar, það er: sjávarútvegur og landbúnaður. Skoðum málið af raunsæi og tökum meðvitaða ákvörðun. Vinstri grænir vilja kjósa til Alþingis fyrst og fresta umræðu um ESB. Ekki skrýtið þar sem þeir óttast þá ESB-múgsefjun sem er í þjóðfélaginu. Samfylkingin vill ana beint af augum og knékrjúpa fyrir ESB sama hver áhrifin verða. Erum við að ganga götuna til góðs með þessum ESB-væntingum? Ég efa það.
?

Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni