Tugir bíla skemmdust í sömu holu

INNLENT  | 22. febrúar | 11:00 
Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum.

Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir og viðtöl af vettvangi. 

Örtöð myndaðist á dekkjaverkstæði N1 sem er í nágrenninu og aðstoðuðu starfsmenn þess fólk við að koma bílum sínum af stað en margir höfðu skemmt bæði dekk hægra megin og felgurnar líka.

„Þegar við mætum til vinnu í morgun eru 5-10 bílar á planinu og á götunni fyrir ofan eru 10 bílar fastir,“ segir Þorbjörn Sigurðarson starfsmaður verkstæðisins. „Yfirleitt voru bæði dekk farin og felgurnar voru yfirleitt ónýtar líka.“

„Það er eins og bíllinn detti niður í gjótu, feiknarlegt högg og dekkið springur náttúrulega,“ segir Hinrik Haraldsson sem lenti í holunni á nýjum bíl í morgun. „Ef það er rétt að þetta hafi uppgötvast í gærkvöldi finnst mér með ólíkindum að það sé ekki búið að setja í holuna,“ segir Hinrik.  

Þættir