Færri nýskráningar í jólaaðstoð

INNLENT  | 14. desember | 11:40 
„Það eru ekki eins margir nýir og við höfum oft verið að skrá,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem frestur til að sækja um jólaaðstoð rennur út í dag. Tilfinningin sé sú að jafnvel séu þeir færri sem þurfi að sækja um úrræðið í ár en áður.

„Það eru ekki eins margir nýir og við höfum oft verið að skrá,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem frestur til að sækja um jólaaðstoð rennur út í dag. Tilfinningin sé sú að jafnvel séu þeir færri sem þurfi að sækja um úrræðið í ár en áður en ekki er búið að taka saman nákvæmar tölur um aðsóknina í ár.

Fólk getur sótt um að fá föt, leikföng og annað smálegt til að halda upp á jólin en mesta aðstoðin felst í gjafakortum í matvöruverslunum svo að fólk fari ekki á mis við jólamatinn um hátíðirnar.

mbl.is kom við í Grensáskirkju við Háaleitisbraut þar sem opið verður fyrir umsóknir til kl. 15 í dag en úthlutanir fara fram í næstu viku. Upplýsingar um jólaaðstoðina um land allt er að finna á vef Hjálparstarfsins.

Þættir