Fjallað var um fjárfestingar í tölvuleikjaiðnaði í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Sigurlína Ingvarsdóttir, stofnandi tölvuleikjafjárfestingasjóðsins Behold Ventures. Sigurlína hefur komið víða við í atvinnulífinu, bæði hér heima og erlendis en hún starfaði um tíma við þróun tölvuleikja hjá EA Sports.