Alfa hlaðvarp

Alfa hlaðvarp

Í þessum þætti af Alfa Messunni fáum við til okkar tvo góða gesti þau Steinar Þór Ólafsson og Sesselju Vilhjálmsdóttur. Steinar er markaðsstjóri Skeljungs og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir virka umræðu um viðskipti á LinkedIn. Sesselja hefur komið að stofnun nokkurra sprotafyrirtækja og vinnur nú hjá tækni- og fjárfestingarbankanum Bryan, Garnier & Co. Sesselja framleiddi einnig myndina Startup Kids sem hlaut mikla útbreiðslu um allan heim.  Í þættinum ræða Gunnar og Rakel hjá Alfa við Steinar og Sesselju um það markverðasta í þáttum 4-7 af Alfa hlaðvarpinu. Það voru viðtölin við Andra Þór Guðmundsson, Sigurlínu Ingvarsdóttur og Liv Berþórsdóttur. Einnig deila þau Steinar, Sesselja, Gunnar og Rakel ýmsu úr sínum reynsluheimi.  Við vonum að þið hafið gaman af greiningu okkar. Við hvetjum þig kæri hlustandi til að láta okkur líka vita hvað þér finnst. Við elskum virka hlustun og virka hlustendur.  Njótið vel 

Alfa Messan með Sesselju Vilhjálmsdóttur og Steinari Þór ÓlafssyniHlustað

22. nóv 2019