Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:13. Stiff Upper Lip (Erla Stefánsdóttir & Haukur Viðar Alfreðsson)Stiffarinn er sannlega engin tímamótaplata og það kann að vera að gripurinn sem slíkur hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum hlustendum hlaðvarpsins.  Titillagið náði til fjöldans, eftirminnilega, en svo  virðist platan hafa horfið eins og dögg fyrir sóló á Íslandi að minnsta kosti. Af hverju ætli það sé?  Er Stiff Upper Lip svo veikburða og gleymanleg að það „réttlæti“ að svona fá vísi til hennar? Smári Tarfur og Birkir Fjalar einhenda sér að komast að hinu sanna.Sérstakir gestir þáttarins eru Erla Stefánsdóttir, alt muligt tónlistar- og söngkona og söngkenknari (Grúska Babúska, Dali, Vague Mother o.fl.) ásamt Hauki Viðari Alfreðssyni , hlaðvarpsmeistara (Besta Platan, Dómsdagur o.fl.) og tónlistarmanni (Morðingjarnir, Vígspá, Helvar o.s.frv.).  Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði og Keflavík.  www.matarbudin.isÞátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  www.luxor.is Snæfugl 2022

13. Stiff Upper Lip (Erla Stefánsdóttir & Haukur Viðar Alfreðsson)Hlustað

14. mar 2022