Fotbolti.net

Fotbolti.net

Tímabil Newcastle og janúarglugginn var það sem var helst til umræðu í hlaðvarpinu Enski boltinn á þessum fimmtudegi. Félagaskiptaglugginn lokaði síðasta sunnudag og það er óhætt að segja að félög í ensku úrvalsdeildinni hafi misst sig í gleðinni þegar kom að því að kaupa leikmenn. Þá aðallega Todd Boehly, eigandi Chelsea. Hann ákvað að gera Enzo Fernandez að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans rétt áður en glugginn lokaði. Gummi og Steinke fengu til sín góðan gest í dag því Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, mætti á skrifstofuna. Jón Júlíus er mikill stuðningsmaður Newcastle sem hefur átt fantagott tímabil.

Enski boltinn - Boðið upp á bombu klukkutíma fyrir gluggalokHlustað

02. feb 2023