Fyrsta sætið

Fyrsta sætið

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta og leikmaður Nantes í Frakklandi, gerði upp tíma sinn í Frakklandi, ræddi um meiðslin sem hafa verið að plaga hann undanfarin tvö ár, fór yfir fyrsta árið hjá landsliðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar ásamt því að fara yfir Bestu deildir karla og kvenna og spá í spilin fyrir úrslitakeppnirnar í handboltanum og körfuboltanum ásamt íþróttablaðamanninum Haraldi Árna Hróðmarssyni.

#65 - Viktor Gísli: Stefnir á spíkat í fyrsta skiptið á ævinniHlustað

10. maí 2024