Hlaðvarp Heimildarinnar

Hlaðvarp Heimildarinnar

Í þætti dagsins spjallar Baldur við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Piu Hansson forstöðumann Alþjóðamálastofnunar um samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Í Völundarhúsi utanríksmála Íslands verða rann­­sóknir Baldur Þór­halls­­son pró­­fess­ors í stjórn­­­mála­fræði við Háskóla Íslands til umræðu. Baldur hefur unnið að rann­­sóknum í stjórn­­­mála­fræði í hart nær þrjá ára­tugi og sér­­hæft sig í rann­­sóknum á stöðu smá­­ríki í Evr­­ópu og utan­­­rík­­is­­stefnu Íslands. Mark­miðið með þátt­unum er að miðla og ræða nið­­­ur­­­stöður rann­­­sókna um utan­­­­­rík­­­i­s­tefnu Íslands. Ætl­­unin er að leiða hlust­­endur út úr völ­und­­­ar­­­húsi umræð­unnar um utan­­­­­rík­­­is­­­stefnu Íslands inn á beina og breiða braut skýrrar umræðu um utan­­­­­rík­­­is­­­mál. Þætt­irnir eru hluti af sam­­starfs­verk­efni Háskóla Íslands, Rann­­sókna­­set­­urs um smá­­ríki við háskól­ans og hlað­varp Kjarn­ans og liður í því að koma rann­­sóknum fræð­i­­manna við Háskóla Íslands á fram­­færi utan aka­dem­í­unn­­ar.

Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á ÍslandiHlustað

16. sep 2021