Karlmennskan

Karlmennskan

Klám er oft fyrsta vísbending barna um kynlíf og jafnvel aðgengilegasta kynfræðslan sem þau fá. En klám er ekki kynfræðsla þótt það hafi áhrif á kynhegðun og hugmyndir barna og fullorðinna um kynlíf – með miður góðum afleiðingum. Kynferðisofbeldi, klámvæðingu hversdagsleikans, hlutgervingu kvenna og óraunhæfum útlitskröfum.  Í þessum þætti skoðum við áhrif kláms á einstaklinga í gegnum reynslu tveggja stráka á þrítugsaldri sem hættu að horfa á klám, Eddu Lovísu sem hætti að framleiða klám og Kolbrúnu Hrund kynjafræðing sem hatar klám. Kolbrún Hrund hefur rannsakað áhrif kláms á ungt fólk og fylgst með rannsóknum alþjóðlegra sérfræðinga í langan tíma og hefur því sitthvað fyrir afstöðu sinni. Í þættinum er greint frá því hvernig reynsla strákanna tveggja og Eddu Lovísu er í takt við rannsóknir sem Kolbrún Hrund fjallar um. Undirliggjandi spurning þáttarins er hvort að kláminu fylgi kynfrelsi eða hvort það sé enn eitt kúgunartæki feðraveldis og kapítalismans?   Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla – Naruto (án söngs) Viðmælendur: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Edda Lovísa Björgvinsdóttir, Sigurjón og „Gestur“.   Fjármagnað af thridja.is/styrkja 

S2:Þ2 Klám ruslar í kynheilbrigðiHlustað

14. maí 2024