Karlmennskan

Karlmennskan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands og hefur stundað rannsóknir á kennslukonum og kennslukörlum, rýnt í stöðu drengja í skólum og ásamt mörgu öðru skrifað bókina Karlmennska og jafnréttisuppeldi sem er brautryðjendaverk um karlmennsku og karlafræði.  Við stöldrum að mestu við nýlegar rannsóknir Ingólfs og félaga á nýbrautskráðum kennslukörlum og hvernig þeim tekst að komast inn í kennarastarfið, ræðum um umhyggju sem Ingólfur horfir á sem faglegt gildi sem sé algjörlega óháð kyni. Við færum okkur í seinni hluta viðtals í umræður um karlmennsku, jákvæða og skaðlega, hvort karlmennskuhugtakið sjálft festi í sessi misréttið í gegnum tvíhyggjuna og þá hvort jákvæð karlmennska geri nokkurt gagn til að berja á feðraveldinu og kapítalismanum – sem Ingólfur segir að sé nátengt. Þema þáttarins er því að mestu kennslukarlar, skólakerfið, staða drengja, umhyggja sem faglegt gildi og karlmennska.   Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla – Naruto   OUMPH! býður upp á þáttinn ásamt Maríuklæðum og bakhjörlum Karlmennskunnar.   Þú getur gerst bakhjarl Karlmennskunnar og tryggt að þetta hlaðvarp sé alltaf opið og aðgengilegt öllum: karlmennskan.is/styrkja 

126. „Held ég hafi akkúrat nægar áhyggjur af drengjum í skólakerfinu“ – Ingólfur Ásgeir JóhannessonHlustað

21. sep 2023