Kokkaflakk í eyrun

Kokkaflakk í eyrun

Kjartan Gíslason er kokkur frá Vestmannaeyjum sem, áður en hann fór að stúdera súkkulaði, starfaði á mörgum af bestu veitingahúsum landsins.  Okkar spjall er þó mest um súkkulaði, enda er súkkulaði eitthvað það skemmtilegasta sem er til í öllum heiminum að tala um og borða. Það sem fólk kannski almennt gerir sér ekki grein fyrir er sérstaða Omnom í súkkulaðibransanum, því þau flytja inn baunir og gera úr þeim súkkulaði frá grunni. Við förum rækilega yfir þetta ferli, sem hófst allt í eldhúsinu hjá Kjarra í Breiðholtinu og allskonar skemmtilegt líka, enda er Kjartan, eins og allir gestir sem ég hef fengið, einstaklega skemmtilegur og fróður maður. Margir vilja meina að hann gæti verið best lesni kokkur landsins sem kemur vel í ljós í okkar spjalli. 

#8 Kjartan Gíslason - OmnomHlustað

27. okt 2020