Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Í síðasta þætti Loftslagsþerapíunnar skoðum við pólitíkina í kringum loftslagsmálin og spyrjum okkur hvort hún sé hluti af lausninni eða standi í vegi fyrir henni. Við fikrum okkur frá grasrótinni og að Parísarsamkomulaginu og leitum lausna, alls staðar á öllum tímum sólarhringsins. Það er eðlilegt að festast í ómöguleikanum þegar kemur að loftslagsmálunum, en lausnirnar eru til, í alvöru! Meðal viðmælenda í þættinum eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir og Eggert Benedikt Guðmundsson, sem saman leiða samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum, Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs stjórnvalda, meðlimir í grasrótarhópi Landverndar, Justine Vanhalst, sameindalíffræðingur, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Geirharður Þorsteinsston, talsmaður Extinction Rebellion á Íslandi. Á næstunni verða lengri útgáfur viðtala og ítarefni sem ekki komst að í þáttunum sett inn á hlaðvarpið, viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur þar á meðal.

Ég var föst í ómöguleikanumHlustað

02. nóv 2019