Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona. Hún hefur auðvitað átt langan og glæsilegan feril, hún hefur sungið í mörgum af þekktustu hljómsveitum landsins, Lummunum, Brunaliðinu, Grýlunum og Stuðmönnum auk sólóferils. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum, t.d. í Með allt á hreinu, Hvítum mávum, Í takt við tímann, Ungfrúnni góðu og húsið og Karlakórnum Heklu. Við fórum aftur í tímann með Ragnhildi og hún sagði okkur frá æskunni á Kjalarnesi, jólamatnum og matseld og tónlistinni og tónlistarsköpuninni í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, valdi að tala um dásamlega jóladrykkinn malt og appelsín í matarspjalli dagsins, þar sem við meðal annars ræddum mismunandi útgáfur og bárum saman sykurskerta blöndu við hina hefðbundnu. Tónlist í þættinum í dag: Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason) Mathildur / Ragnhildur Gísladóttir (Ragnhildur Gísladóttir ) Deep Down / Ragga and the Jack Magic Orchestra (Ragnhildur Gísladóttir og Mark Stephen Davies) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Ragga Gísla föstudagsgestur og malt og appelsínHlustað

02. des 2022